Uppáhalds uppskriftir

Ég prófaði í morgun að gera þessar lágkolvetna fitubombur sem ég fann á vefsíðu Low Carb Coach og mæli algjörlega með að eiga þær í frystinum. Ég breytti þó uppskriftinni dálítið.  Bomburnar eru snilld sem sælgæti og einnig sem viðbót ef bæta þarf fituinntöku yfir daginn enda eru þær FULLAR af fitu.  Ég er búin að hanga fyrir utan frystinn eins og hungraður úlfur eftir að ég setti þær þar inn.

fatbombs

 

Uppskriftina gerði ég svona: 

1 dl kókosolía frá Sollu á grænum kosti

1/2 dl Hnetusmjör frá Hagver

3 msk ósætt kakóduft (magnið fer dálítið eftir smekk hvers og eins)

1/2 dl bráðið smjör (reyndar notaði ég dálítið rúmlega af smjörinu, líklega næstum 1 dl).

1 1/2 Msk Sukrin Gold (má setja meira Sukrin Gold, eða bæta við stevíu eftir smekk).

Allt sett í pott og hrært saman á vægum hita þar til allt hefur blandast vel saman.

 

Svo stráði ég pínulítið af valhnetuflögum og kókosmjöli í lítil muffins form og hellti svo blöndunni yfir.

Sett í frysti og látið vera þar í amk 1/2 klst þar til þetta er borðað.

Það má einnig setja blönduna í síliconform eins og gert er í upprunalegu uppskriftinni.

 

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s